Langar þig í fleiri verkfæri í kistuna þína?Lekur orkan þín í tíma og ótíma?Langar þig að stíga inn í orkuvinnu?
Hvort sem þig langar að bæta verkfærum í kistuna þína, styrkja orkusviðið þitt eða taka skrefið í átt að orkuvinnu, þá er þetta námskeið fyrir þig. Námskeiðið GRUNNUR AÐ ORKUVINNU er kennt í Móum Studio, Bolholti 4 miðvikudagskvöldin 8. - 29. janúar frá kl. 19-20.30.
Á þessu námskeiði lærum við fjóra grunnþætti sem eru mikilvægir til að virkja og efla orkusviðið okkar í daglegu lífi og starfi. Jarðtengingu - Orkuvernd – Orkuhreinsun &Tengingar.
Jarðtenging: Við lifum í samfélagi sem hampar hugarvinnu umfram aðra og þegar við vinnum meiri hluta dags í efra orkusviðinu missum við jarðtengingu. Jarðtenging er eitt mikilvægasta tólið í allri orkuvinnu, hvort sem það er í jóga, hugleiðslu, heilun, vinnu eða að versla í matinn. Við getum alltaf notað þessa þekkingu til þess að koma heim í okkur sjálf í hvaða aðstæðum sem er og á hvaða tíma sem er. Hér lærum við að jarðtengja okkur með ólíkum aðferðum og finnum út hvaða aðferð hentar okkur best.
Vernd: Hér lærum við hvernig við setjum upp vernd fyrir orkusviðið okkar þannig orkan leki ekki frá okkur og önnur orka geti ekki krækt í okkur og veikt orkusviðið okkar. Við lærum að lesa í hvenær þetta gerist og grípa inn í ferlið. Þannig náum við að draga orkuna okkar tilbaka og förum að geta stjórnað hvaða orka fær rými.
Hreinsun: Í gegnum daginn eigum við í hinum ýmsu samskiptum og förum í mörg rými þar sem við eigum það til að taka með okkur orku annarra. Á þessu námskeiði lærum við nokkrar aðferðir til hreinsunar á orkusviðinu okkar. Hvernig við getum hreyft við orkunni þannig hún hafi ekki áhrif á okkur og að okkar orka hafi sem minnst áhrif á aðra. Við lærum einnig að auka orkustigið okkar í gegnum hreinsun og hreyfingu á orkusviðinu.
Tengingar: Í síðasta tímanum skoðum við tengingarnar í lífinu okkar. Við skoðum hvert orkan okkar fer ósjálfrátt, hvaða tengingar eru heilbrigðar, hvar við getum sleppt tökunum og hvernig við getum fyllt upp í holurnar á orkusviðinu okkar þegar tengingar rofna.
Markmiðið er að læra að flétta þessi fjögur verkfæri inn í daglegt líf þannig þau verði hluti af daglegri rútínu og vinnan verði jafnvel ómeðvituð.
Hver tími byrjar á því að lenda í mjúku rými Móa með seremóníal kakó eða Móate við hönd og hjarta. Þaðan er stundin leidd yfir í þema dagsins með fyrirlestri, hugvekjum og æfingum í bland. Stundin endar svo á slökun í formi jóga nidra æfingar eða tónheilunar.
Við mælum með að vera í þægilegum fötum og taka með bók til að skrifa í það sem þér finnst áhugavert í tímanum og hvað gerist á milli þeirra.
Kristjana Jokumsen er kennari námskeiðsins. Hún hefur verið næm frá barnsaldri og hefur stundað orkuvinnu frá táningsaldri. Hún hefur lært hinar ýmsu aðferðir til jarðtengingar, verndar og hreinsunar í gegnum árin, við ólíkar aðstæður, og hefur sett þekkinguna sína saman í þetta námskeið fyrir aðra að njóta.
Kristjana er með B.A. í uppeldis- og menntunarfræði með sálfræði sem aukagrein og M.A. í fötlunarfræði frá Hí. Hún hefur einnig lokið námií stjórnendamarkþjálfun frá HR. Hún er Reiki Meistari og hefur unnið með reiki og kundalini orku í 20 ár. Hún er höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferðaraðili, með menntun í NA Shamanisma og er Yin yoga og Yoga Nidra kennari.
Auk þess að vinna sem kennari í Móum er hún einnig eigandi ,markþjálfi, ráðgjafi og meðferðaraðili fyrir Hug í Hjarta. Hægt er að panta einkatíma hjá henni hér: https://noona.is/hugurihjarta.
Verð fyrir námskeið: 27.900. Innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa Studio á meðan á námskeiði stendur.
25% afsláttur fyrir áskriftahafa. 15% afsláttur fyrir fólk með örorku, námsfólk & heldra fólk.
Save on GRUNNUR AÐ ORKUVINNU - 4 vikna námskeið // 8. jan with a MÓAR studio discount code
Checkmate is a savings app with over one million users that have saved $$$ on brands like MÓAR studio.
The Checkmate extension automatically applies MÓAR studio discount codes, MÓAR studio coupons and more to give you discounts on products like GRUNNUR AÐ ORKUVINNU - 4 vikna námskeið // 8. jan.